Leita í fréttum mbl.is

Landsbyggðin...

...margir þar mega skammast sín. Ekki skil ég fólk sem að býr úti á landi og kýs flokk sem virðist staðráðinn í því að gera útaf við atvinnu þar! Það er vonandi að fólk sjái að sér fyrir næstu kosningar og gleypi ekki við óraunhæfum kosningaloforðum.

Alveg finnst mér ótrúlegt hve stór hluti þjóðarinnar virðist vera sáttur við það að íslensk matvælaframleiðsla skreppi saman, og deyi jafnvel út. Fyrir því berst hún Ingibjörg Sólrún einna helst. Ekki skil ég þann þankagang að núna, þegar verð á áburði er nýbúið að hækka svo gríðarlega, skuli fólki virkilega finnast raunhæft að afnema tolla og vörugjöld af innfluttum matvælum.
Einnig virðist mörgum vera gjörsamlega sama um fiskinn í sjónum við strendur íslands því að innganga í ESB myndi hleypa hingað skipum annarra ESB þjóða.

Mér finnst ansi harkalega gengið að sjálfstæði okkar íslendinga! Eigum við íslendingar að vera öðrum þjóðum háðir fyrir mat? Fólk virðist ekki hugsa nema um peninginn sem það gæti grætt á morgun en hugsar lítið til þeirra afleiðinga sem þessar aðgerðir gætu haft í framtíðinni. Segjum svo að matvælaskortur verði á klapplandi, stapplandi og hopplandi. Byrja þær þjóðir á því að senda næg matvæli til Íslands fyrst og setja sjálfar sig í annað sætið?

Það er kominn tími á vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um mikilvægi þess að við séum sjálfum okkur næg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, stundum er landsbyggðin sjálfri sér verst. Hins vegar er byggðastefna núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna blaður sem litlar efndir hafa fylgt. Byggðirnar frá Markarfljóti að Hornarfjarðarfljóti eru tildæmis dæmi um byggðir sem eru á mjög hröðu undanhaldi. Þetta er nú ansi stór hluti landsins (sjá gott Íslandskort) engar sértækar aðgerðir hafa komið í hut þessa svæðis. A.m.k engar aðgerðir sem á nokkurn hátt hafa dregið úr fólksfækkuninni.

Elín (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Freyr Magnússon
Einar Freyr Magnússon
Einar Freyr heiti ég, nemi við Verzlunarskóla Íslands. Ég er uppalinn í Mýrdalnum á sveitabænum Sólheimahjáleigu og er Framsóknarmaður.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband