Leita í fréttum mbl.is

Bruðl forsætisráðherra og bændahatur?

Ég held að herra Geiri ætti að hætta að rembast eins og rjúpa við staurinn og hunskast bara í áætlanaflug.
Mikil má vera ósvífnin og hrokinn í greyið manninum ef að hann kallar það lágkúrulegt að gera athugasemd við það að það væri nú hægt að spara 8-9 hundruð þúsund kalla með því að sleppa þessu einkaþotuveseni. Alveg skal ég síðan þiggja þennan pening í bensínkostnað fyrst að hann neitar að lækka það! Já Geir, ég krefst aðgerða!

Maður hefði nú haldið, eftir að áburðarverð hækkaði, að ríkisstjórnin myndi taka aðeins meira tillit til bænda heldur en svo að koma með frumvarp um að leyfa innflutning á hvítu kjöti og svo er frú ballprinsessa síendurtekið að babbla eitthvað um að afnema tolla og vörugjöld af matvöru.
Er konan ekki með réttu viti? Eiga bændur þá að sitja uppi með meiri útjöld og minni eftirspurn eftir vörum þeirra?

Ég held að réttast væri að skipta um ríkisstjórn áður en hún nær að valda mikið meiri skaða en hún hefur valdið nú þegar! 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

jú  við þurfum svo sannarlega að standa vaktina og það sem þarf á okkar tíma nú er flest annað en ráðstafanir til að eyðileggja störf. kær kv. -b.

Bjarni Harðarson, 8.4.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Rétt hjá þér Einar. Sorglegt að horfa upp á þess ríkisstjórnarómynd.

Stefán Bogi Sveinsson, 10.4.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Freyr Magnússon
Einar Freyr Magnússon
Einar Freyr heiti ég, nemi við Verzlunarskóla Íslands. Ég er uppalinn í Mýrdalnum á sveitabænum Sólheimahjáleigu og er Framsóknarmaður.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband