14.4.2008 | 23:33
Landsbyggðin...
...margir þar mega skammast sín. Ekki skil ég fólk sem að býr úti á landi og kýs flokk sem virðist staðráðinn í því að gera útaf við atvinnu þar! Það er vonandi að fólk sjái að sér fyrir næstu kosningar og gleypi ekki við óraunhæfum kosningaloforðum.
Alveg finnst mér ótrúlegt hve stór hluti þjóðarinnar virðist vera sáttur við það að íslensk matvælaframleiðsla skreppi saman, og deyi jafnvel út. Fyrir því berst hún Ingibjörg Sólrún einna helst. Ekki skil ég þann þankagang að núna, þegar verð á áburði er nýbúið að hækka svo gríðarlega, skuli fólki virkilega finnast raunhæft að afnema tolla og vörugjöld af innfluttum matvælum.
Einnig virðist mörgum vera gjörsamlega sama um fiskinn í sjónum við strendur íslands því að innganga í ESB myndi hleypa hingað skipum annarra ESB þjóða.
Mér finnst ansi harkalega gengið að sjálfstæði okkar íslendinga! Eigum við íslendingar að vera öðrum þjóðum háðir fyrir mat? Fólk virðist ekki hugsa nema um peninginn sem það gæti grætt á morgun en hugsar lítið til þeirra afleiðinga sem þessar aðgerðir gætu haft í framtíðinni. Segjum svo að matvælaskortur verði á klapplandi, stapplandi og hopplandi. Byrja þær þjóðir á því að senda næg matvæli til Íslands fyrst og setja sjálfar sig í annað sætið?
Það er kominn tími á vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um mikilvægi þess að við séum sjálfum okkur næg!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Safnaði 5,2 milljónum fram úr björtustu vonum
- Árnasafn í Danmörku enn lokað af völdum myglu
- Fjórum verið veitt áminning
- Landsvirkjun fagnar 60 árum
- Vægast sagt snúnar aðstæður
- Grunuð um að hafa notað tvö eggvopn við verknaðinn
- Gæðaeftirlitið brjóti gegn markmiði samkeppnislaga
- Gleðigjafi á Spáni
- Grafarvogsbúar hafa haft samband við lögfræðinga
- Ók á vel yfir þreföldum hámarkshraða
- Lögreglumálum fjölgar á Norðurlandi vestra
- Er ég ekki drullusokkur í dag?
- Vilja að Herjólfur njóti forgangs í siglingum í Eyjum
- Enginn veit hvenær hann snappar næst
- Tilhneiging foreldra alltaf að vernda börnin sín
Erlent
- Heitir því að útrýma Hamas
- Sautján ára drengur látinn á Hróarskeldu
- Engir pride-fánar: Þingið ekki sirkustjald
- Brenndi kærustu sína lifandi
- Þingmenn repúblikana gera uppreisn gegn Trump
- Diddy fær ekki að ganga laus
- Ný skýrsla segir Breta hafa framið þjóðarmorð
- Loftárásir tafið kjarnorkuáætlun um allt að tvö ár
- Bandið sem aldrei var til slær í gegn
- Íran slítur formlega samstarfi við IAEA
- Ekki vinnufriður í gæsluvarðhaldinu
- Verðlagshækkanir komi í veg fyrir lífstílssjúkdóma
- Þungunarrofsbann frá árinu 1849 afnumið
- Læknir og fjölskylda hans fórust í árás á Gasa
- Lögreglumenn í hópi smyglara sem fengu dauðadóm
Athugasemdir
Já, stundum er landsbyggðin sjálfri sér verst. Hins vegar er byggðastefna núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna blaður sem litlar efndir hafa fylgt. Byggðirnar frá Markarfljóti að Hornarfjarðarfljóti eru tildæmis dæmi um byggðir sem eru á mjög hröðu undanhaldi. Þetta er nú ansi stór hluti landsins (sjá gott Íslandskort) engar sértækar aðgerðir hafa komið í hut þessa svæðis. A.m.k engar aðgerðir sem á nokkurn hátt hafa dregið úr fólksfækkuninni.
Elín (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.