Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Landsbyggðin...

...margir þar mega skammast sín. Ekki skil ég fólk sem að býr úti á landi og kýs flokk sem virðist staðráðinn í því að gera útaf við atvinnu þar! Það er vonandi að fólk sjái að sér fyrir næstu kosningar og gleypi ekki við óraunhæfum kosningaloforðum.

Alveg finnst mér ótrúlegt hve stór hluti þjóðarinnar virðist vera sáttur við það að íslensk matvælaframleiðsla skreppi saman, og deyi jafnvel út. Fyrir því berst hún Ingibjörg Sólrún einna helst. Ekki skil ég þann þankagang að núna, þegar verð á áburði er nýbúið að hækka svo gríðarlega, skuli fólki virkilega finnast raunhæft að afnema tolla og vörugjöld af innfluttum matvælum.
Einnig virðist mörgum vera gjörsamlega sama um fiskinn í sjónum við strendur íslands því að innganga í ESB myndi hleypa hingað skipum annarra ESB þjóða.

Mér finnst ansi harkalega gengið að sjálfstæði okkar íslendinga! Eigum við íslendingar að vera öðrum þjóðum háðir fyrir mat? Fólk virðist ekki hugsa nema um peninginn sem það gæti grætt á morgun en hugsar lítið til þeirra afleiðinga sem þessar aðgerðir gætu haft í framtíðinni. Segjum svo að matvælaskortur verði á klapplandi, stapplandi og hopplandi. Byrja þær þjóðir á því að senda næg matvæli til Íslands fyrst og setja sjálfar sig í annað sætið?

Það er kominn tími á vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um mikilvægi þess að við séum sjálfum okkur næg!


Bruðl forsætisráðherra og bændahatur?

Ég held að herra Geiri ætti að hætta að rembast eins og rjúpa við staurinn og hunskast bara í áætlanaflug.
Mikil má vera ósvífnin og hrokinn í greyið manninum ef að hann kallar það lágkúrulegt að gera athugasemd við það að það væri nú hægt að spara 8-9 hundruð þúsund kalla með því að sleppa þessu einkaþotuveseni. Alveg skal ég síðan þiggja þennan pening í bensínkostnað fyrst að hann neitar að lækka það! Já Geir, ég krefst aðgerða!

Maður hefði nú haldið, eftir að áburðarverð hækkaði, að ríkisstjórnin myndi taka aðeins meira tillit til bænda heldur en svo að koma með frumvarp um að leyfa innflutning á hvítu kjöti og svo er frú ballprinsessa síendurtekið að babbla eitthvað um að afnema tolla og vörugjöld af matvöru.
Er konan ekki með réttu viti? Eiga bændur þá að sitja uppi með meiri útjöld og minni eftirspurn eftir vörum þeirra?

Ég held að réttast væri að skipta um ríkisstjórn áður en hún nær að valda mikið meiri skaða en hún hefur valdið nú þegar! 


Höfundur

Einar Freyr Magnússon
Einar Freyr Magnússon
Einar Freyr heiti ég, nemi við Verzlunarskóla Íslands. Ég er uppalinn í Mýrdalnum á sveitabænum Sólheimahjáleigu og er Framsóknarmaður.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband