Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

70 ára afmæli SUF

Nú er nýafstaðið 70 ára afmælisþing SUF sem haldið var á Hótel Heklu á Skeiðum.Það var fjörugt á þinginu og skemmtilegur hátíðarkvöldverður á laugardeginum.Umræðurnar á sunnudeginum tóku síðan svo langan tíma að þinginu lauk 3 tímum seinna en því átti að ljúka.
Ég er kominn í stjórn SUF og hlakka til að geta tekið þátt í starfinu sem Bryndís, nýr formaður, mun leiða.

Ég hef komist að því að fjósið hlítur að vera einn besti staðurinn til að rökræða pólitík. Ég er alvarlega að spá í að stofna FUF félag á svæðinu mínu og skrá kýrnar í það. Þær láta mig alveg vita ef þær ég segi eitthvað vitlaust, þær geta sparkað ansi fast ef þær eru ósammála mér. Hún tapaði sér algerlega ein kvígan þegar ég var að rausa um hvalveiðar.

Nú er nóg komið í bili, ég er einmitt búinn að undirbúa eina góða ræðu síðan í morgun fyrir kýrnar og er að fara að flytja hana núna!


Höfundur

Einar Freyr Magnússon
Einar Freyr Magnússon
Einar Freyr heiti ég, nemi við Verzlunarskóla Íslands. Ég er uppalinn í Mýrdalnum á sveitabænum Sólheimahjáleigu og er Framsóknarmaður.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband